Tveir einstæðir feður úr foreldrahúsum í nýjar leiguíbúðir fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 16:42 Rósa Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ásamt tveimur nýjum leigjendum í Hádegisskarði, þeim Þórhalli Sigurðssyni og Oddi Ingvarssyni þegar þeir fengu lyklana afhenta um hádegi í dag. Hafnarfjarðarbær Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira