Þingmaður Pírata segir algert valdamisvægi milli miðflokksmanna og Báru Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna. Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna.
Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira