Kuldakastið hefur haft áhrif á endingu rafvagna Strætó Andri Eysteinsson skrifar 3. febrúar 2019 20:05 Fyrstu rafvagnarnir voru vígðir í apríl síðastliðnum. Fréttablaðið/Eyþór Kuldakastið í síðustu viku stytti endingartíma rafvagna Strætó BS um um það bil tvær klukkustundir, þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó bs. Mikið frost var í vikunni en í Reykjavík mældist allt að 21,3°C frost. Slíkt veðurfar hefur áhrif á endingu raftækja eins og snjallsímanotendur gætu þekkt og eru rafvagnar Strætó bs því ekki undanskildir. 14 rafvagnar Strætó bs. aka alla jafna um götur höfuðborgarsvæðisins en notkun á þeim hófst í apríl í fyrra. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó bs, segir engar raskanir hafa orðið á leiðum Strætó vegna kuldans. Guðmundur segir að bílstjórar strætisvagna hafi tekið eftir því í vikunni að vegna kuldans dugi vagnarnir að meðaltali tveimur tímum skemur en venjulegt er. Undir venjulegum kringumstæðum aki vagnarnir frá 6-16, þá sé þeim komið fyrir í hleðslu áður en þeir fara aftur út á stræti borgarinnar til miðnættis. Vegna kuldans hafi Strætó hinsvegar þurft að skipta þeim út um klukkan 14. Guðmundur sagði í samtali við Vísi að til þess að taka á þeim vanda hafi Strætó einfaldlega haft dísel-vagna klára til vara. Guðmundur segir kuldann hafa þessi áhrif á raftæki og lítið sé hægt að gera í málinu fyrr en að tæknin þróist enn frekar.Fréttin hefur verið uppfærð með réttum upplýsingum um daglega notkun rafvagnanna. Samgöngur Strætó Veður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Kuldakastið í síðustu viku stytti endingartíma rafvagna Strætó BS um um það bil tvær klukkustundir, þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó bs. Mikið frost var í vikunni en í Reykjavík mældist allt að 21,3°C frost. Slíkt veðurfar hefur áhrif á endingu raftækja eins og snjallsímanotendur gætu þekkt og eru rafvagnar Strætó bs því ekki undanskildir. 14 rafvagnar Strætó bs. aka alla jafna um götur höfuðborgarsvæðisins en notkun á þeim hófst í apríl í fyrra. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó bs, segir engar raskanir hafa orðið á leiðum Strætó vegna kuldans. Guðmundur segir að bílstjórar strætisvagna hafi tekið eftir því í vikunni að vegna kuldans dugi vagnarnir að meðaltali tveimur tímum skemur en venjulegt er. Undir venjulegum kringumstæðum aki vagnarnir frá 6-16, þá sé þeim komið fyrir í hleðslu áður en þeir fara aftur út á stræti borgarinnar til miðnættis. Vegna kuldans hafi Strætó hinsvegar þurft að skipta þeim út um klukkan 14. Guðmundur sagði í samtali við Vísi að til þess að taka á þeim vanda hafi Strætó einfaldlega haft dísel-vagna klára til vara. Guðmundur segir kuldann hafa þessi áhrif á raftæki og lítið sé hægt að gera í málinu fyrr en að tæknin þróist enn frekar.Fréttin hefur verið uppfærð með réttum upplýsingum um daglega notkun rafvagnanna.
Samgöngur Strætó Veður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira