Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á miðju SönderjyskE þegar liðið heimsótti Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Horsens komst yfir með marki Louka Prip snemma leiks og Michael Lumb tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.
Peter Buch Christiansen minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik en nær komust Eggert og félagar ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Horsens.
SönderjyskE í 11.sæti deildarinnar en 14 lið leika í dönsku úrvalsdeildinni.

