Tottenham og Everton skildu jöfn

Dagur Lárusson skrifar
Eriksen fagnar.
Eriksen fagnar. vísir/getty
Gylfi Þór spilaði allan leikinn er Tottenham Hotspur og Everton gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

 

Tottenham átti hreint út sagt magnaða viku þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar og því var mikil stemming á vellinum. Liðið gat ennþá náð þriðja sætinu af Chelsea en til þess þurfti Tottenham sigur og vona að Chelsea myndi mistíga sig gegn Leicester.

 

Það tók ekki langan tíma fyrir Tottenham að ná forystunni en það gerðist á fjórðu mínútu leiksins en það var Eric Dier sem skoraði markið af stuttu færi. 

 

Tottenham voru meira með boltann eftir þetta mark en Everton þó hættulegir með sínar skyndisóknir en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum voru liðsmenn Everton meira og minni sterkari aðilinn og átti mikið af færum. Theo Walcott skoraði úr einu af þeim færum á 65. mínútu og var staðan þar með 1-1.

 

Eftir þetta mark hélt Everton áfram að sækja og náðu þeir forystunni á 75. mínútu með marki frá Cenk Tosun. Það tók heimamenn þó ekki langan tíma til að jafna metin en það gerðist aðeins tveimur mínútum seinna en það gerði Christian Eriksen með flottu marki úr aukaspyrnu.

 

Þetta reyndist síðasta mark leiksins sem þýðir að Tottenham endar í fjórða sæti deildarinnar með 71 stig á meðan Everton endar í áttunda sæti með 54 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira