Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2019 19:30 Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér. Árborg Dýr Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér.
Árborg Dýr Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira