Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2019 18:45 Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07