Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 15:07 Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. Vísir/vilhelm Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm
Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41
Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40