Innlent

Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Múlakvísl er á Suðurlandi og rennur jökulvatn úr Mýrdalsjökli í ána.
Múlakvísl er á Suðurlandi og rennur jökulvatn úr Mýrdalsjökli í ána. Grafík/Tótla
Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur.Mælingar í Mýrdalsjökli hafa bent til þess að hlaup gæti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra setti út tilkynningu í vikunni þar sem varað er við hlaupi. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó stærri en sést hafa undanfarin átta ár.Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á síðustu dögum.„Það hafa ekki verið miklar breytingar frá því að tilkynning hefur komið út í síðustu viku. Rafleiðnin hefur enn lækka en það er enn þá svolítið af vatni í ánni sjálfri,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.Þó segir hún að enn sé hætta á hlaupi.Fyrri tveimur árum varð hlaup í Múlakvísl. Hlaupið olli litlum skemmdum en því fylgdi mikil loftmengun af völdum brennisteinsvetnis. Bryndís segir að hætta sé á að sama staða komi upp, verði af hlaupinu.Forðast þurfi staði þar sem gasmengunar geti gætt. Mikilvægt sé þá að virða lokanir og stöðva ekki við brúnna yfir Múlakvísl eða Skálm.„Það eru í rauninni bara ferðamenn á svæðinu. Vatnið gæti farið yfir þjóðveginn ef það kemur hlaup. Þá gerist það á stuttum tíma. Gas á svæðinu getur lagst í lægðinni og það er ekki gott fyrir fólk,“ Sagði Bryndís Ýr.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.