Stofnar starfshóp til að skoða hvernig bregðast eigi við rafrettunotkun ungmenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 12:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00
Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45