Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 17:24 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm „Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira