Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 17:24 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm „Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira