Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Tafir geta orðið ef um ótryggðan einstakling er að ræða. Fréttablaðið/Pjetur Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent