Óvænt úrslit í Love Island Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:41 Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21