Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að lögreglan hafi síðan fundið lík Karaglanovu í ferðatösku á ganginum. Konan reyndist vera með nokkur stungusár auk þess sem hún hafði verið skorin á háls. Faðir hennar vildi að hringt yrði á sjúkrabíl en lögreglan sagði að þess gerðist ekki þörf því dóttir hans væri því miður látin.
Karaglanova var með 85.000 fylgjendur á Instagram og hafði nýlega útskrifast sem læknir með sérhæfingu í húðlækningum. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í heimalandi sínu því hún þykir nauðalík bresku leikkonunni Audrey Hepburn en Karaglanova birti sjálf nokkrar myndir af Hepburn á Instagram-síðu sína.
Fjölskylda Karaglanovu ákvað að hafa samband við lögreglu þegar ekkert hafði spurst til hennar í nokkra daga.
Бывает такое состояние, когда не хочется ни длинных постов , ни философских рассуждений. Просто пишешь «Охуенно» и бежишь жить дальше #santorini#santorinigreece#travellife#beautifulgirls #travellifestyle#travelaroundtheworld#travelworld#travelblog#travelgram#travellifestyle#andronisboutiquehotel#andronisexclusive#magicsantorini#Kati_travelsView this post on Instagram
A post shared by Kati K. (@katti_loves_life) on Jun 23, 2019 at 8:32am PDT
Karaglanova hafði nýlega kynnst öðrum manni og þau tilkynnt um ástarsamband sitt. Karaglanova og nýi kærastinn voru búin að skipuleggja ferðalag til Hollands og ætluðu að halda upp á afmælisdaginn hennar sem reyndar er í dag.
Auk þess að vera áhrifavaldur á Instagram og nýútskrifaður læknir hélt Karaglanova úti vinsælu ferðabloggi og með þúsundir áskrifenda. Í síðustu Instagram-færslu sem hún skrifaði birti hún ljósmynd af grísku eyjunni Corfu. Undir ljósmyndina skrifaði hún að henni fyndist gaman að ferðast mikið.
Best væri að dvelja í hverju landi í 3-5 daga.