Bestu fótboltakonu heims verður ekki haggað: Spilar ekki með Noregi á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 14:30 Ada Hegerberg í einum af síðustu landsleikjum sínum sumarið 2017. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Norðmenn eiga bestu fótboltakonu heims en þurfa að mæta án hennar á heimsmeistaramótið í Frakklandi í sumar. Ada Hegerberg fékk gullknöttinn í lok síðasta árs sem besta knattspyrnukona heims eftir frábæra frammistöðu sína með Evrópumeisturm Lyon. Hún spilaði aftur á móti engan landsleik á árinu 2018. Lise Klaveness, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, hitti Ödu Hegerberg á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að gefa aftur kost á sér í norska landsliðið.NFF etter Hegerberg-møte: Uaktuell for VM - håper på comeback senere https://t.co/CZ6tsfCswl — VG Sporten (@vgsporten) January 15, 2019Ada Hegerberg var ekki haggað og nú er endanlega ljóst að hún mun ekki spila með norska landsliðinu á HM í sumar. HM fer fram í Frakklandi og nokkrir leikir verða einmitt spilaðir í Lyon þar sem Ada Hegerberg hefur búið frá árinu 2014. Hegerberg hætti að gefa kost á sér í norska landsliðið eftir EM 2017 sem gekk ekki vel hjá norska landsliðinu. Hún gagnrýndi starfshætti hjá norska sambandinu bæði hvað varðar stjórnun og undirbúning hjá norska landsliðinu. Hegerberg hefur tjáð sig opinberlega um fjarveru sínu norska landsliðið og þar hefur hún sagt að hún sé mjög leið yfir því að missa af leikjum liðsins en að hún trúi því enn að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá sér.This is one part of my story. Thanks @PlayersTribunehttps://t.co/u9lUDnAg0M — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 17, 2018„Ada er ennþá ung og á bjarta framtíð í boltanum. Ég vona og trúi því að hún vilji á einhverjum tímapunkti snúa aftur í landsliðið. Ég sjálf hef reynslu af því að segjast vera hætt í landsliðinu en koma svo aftur og spila nokkur góð ár með fánann á búningnum,“ sagði Lise Klaveness við Verdens Gang. Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul en hefur engu að síður skorað 38 mörk í 66 landsleikjum sem allir fóru fram á árunum 2011 til 2017. Hegerberg hefur verið enn betri með Olympique Lyonnais enda með 175 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum. Hegerberg hefur unnið frönsku deildin fjórum sinnum, Meistaradeildina þrjú ár í röð og franska bikarinn þrisvar sinnum á fjórum tímabilum sínum með franska félaginu. Norðmenn . Liðið er í riðli með Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Leikir liðsins í riðlinum fara fram í Reims (Nígería og Suður-Kórea) og Nice (Frakkland).WHAT A NIGHT Photo: Ivar Waage Johansen pic.twitter.com/bDfbUuAYrI — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 4, 2018Ada Hegerberg fagnar með liðsfélögum sínum hjá Lyon, þeim Camille Abily og Dzsenifer Marozsan.Getty/David Ramos Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Norðmenn eiga bestu fótboltakonu heims en þurfa að mæta án hennar á heimsmeistaramótið í Frakklandi í sumar. Ada Hegerberg fékk gullknöttinn í lok síðasta árs sem besta knattspyrnukona heims eftir frábæra frammistöðu sína með Evrópumeisturm Lyon. Hún spilaði aftur á móti engan landsleik á árinu 2018. Lise Klaveness, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, hitti Ödu Hegerberg á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að gefa aftur kost á sér í norska landsliðið.NFF etter Hegerberg-møte: Uaktuell for VM - håper på comeback senere https://t.co/CZ6tsfCswl — VG Sporten (@vgsporten) January 15, 2019Ada Hegerberg var ekki haggað og nú er endanlega ljóst að hún mun ekki spila með norska landsliðinu á HM í sumar. HM fer fram í Frakklandi og nokkrir leikir verða einmitt spilaðir í Lyon þar sem Ada Hegerberg hefur búið frá árinu 2014. Hegerberg hætti að gefa kost á sér í norska landsliðið eftir EM 2017 sem gekk ekki vel hjá norska landsliðinu. Hún gagnrýndi starfshætti hjá norska sambandinu bæði hvað varðar stjórnun og undirbúning hjá norska landsliðinu. Hegerberg hefur tjáð sig opinberlega um fjarveru sínu norska landsliðið og þar hefur hún sagt að hún sé mjög leið yfir því að missa af leikjum liðsins en að hún trúi því enn að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá sér.This is one part of my story. Thanks @PlayersTribunehttps://t.co/u9lUDnAg0M — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 17, 2018„Ada er ennþá ung og á bjarta framtíð í boltanum. Ég vona og trúi því að hún vilji á einhverjum tímapunkti snúa aftur í landsliðið. Ég sjálf hef reynslu af því að segjast vera hætt í landsliðinu en koma svo aftur og spila nokkur góð ár með fánann á búningnum,“ sagði Lise Klaveness við Verdens Gang. Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul en hefur engu að síður skorað 38 mörk í 66 landsleikjum sem allir fóru fram á árunum 2011 til 2017. Hegerberg hefur verið enn betri með Olympique Lyonnais enda með 175 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum. Hegerberg hefur unnið frönsku deildin fjórum sinnum, Meistaradeildina þrjú ár í röð og franska bikarinn þrisvar sinnum á fjórum tímabilum sínum með franska félaginu. Norðmenn . Liðið er í riðli með Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Leikir liðsins í riðlinum fara fram í Reims (Nígería og Suður-Kórea) og Nice (Frakkland).WHAT A NIGHT Photo: Ivar Waage Johansen pic.twitter.com/bDfbUuAYrI — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 4, 2018Ada Hegerberg fagnar með liðsfélögum sínum hjá Lyon, þeim Camille Abily og Dzsenifer Marozsan.Getty/David Ramos
Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira