Hefur trú á að stjórnin styðji einhver mál stjórnarandstöðunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. desember 2019 09:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira