Ánægðir Sýrlendingar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2019 20:00 Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi. Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi.
Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira