Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. september 2019 20:30 Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga stefnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á að gera breytingar á tilhögun löggæslumála í landinu. Dómsmálaráðherra vill fækka í yfirstjórn lögreglunnar en það er eitt af því sem Haraldur Johannessen, ríkilögreglustóri, hefur sjálfur sagt að þurfi að gera, til að einfalda og stytta boðleiðir. Breytingarnar nú eru tilkomnar vegna stöðunnar í löggæslumálum í landinu en átta af níu lögreglustórum landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Ein af hugmyndum dómsmálaráðherra er að sameina eða samreka Embætti ríkislögreglustjóra og Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er líklegt að starfslok lögreglustjórans á Austurlandi, sem hættir fljótlega fyrir aldurssakir, leiði til breytinga. Dómsmálaráðherra hefur einnig sagt að verkefni, sem stýrð eru af ríkislögreglustóra, og séu landlæg, skulu færð yfir til lögregluembættanna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri,Vísir/VilhelmDusta rykið af 10 ára gamalli skýrslu Meðal þess sem dómsmálaráðherra er með til skoðunar er að dusta rykið af skýrslu þáverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, frá 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex sem í dag eru níu, auk ríkislögreglustóraembættisins. Embættið hefur fjölmörgum skyldum að gegna en hlutverk þess er einkum ráðgjöf við ráðuneyti, samhæfing löggæslu, stoðþjónusta við lögregluembætti og sérstök löggæslu verkefni á landsvísu. Þó ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra er hann ekki yfirmaður lögreglustjóra og fer ekki með almennt boðvald gagnvart þeim. Hjá ríkislögreglustóranum eru reknar nokkrar deildir, eins og rannsóknardeild, greiningardeild, alþjóðadeild, almannavarnadeild, mennta- og starfsþróunarsetur, kennslanefnd, bílamiðstöð, sem ákveðið hefur verið að leggja niður og síðast en ekki síst sérsveit. Í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2009 er lagt til að ríkislögreglustjóri verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun innan lögreglunnar sem sinni auk þess sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála sem eðli máls samkvæmt falla ekki undir hefðbundna löggæslu. Dómsmálaráðherra hyggst í þessari viku funda með ríkislögreglustóra, öllum lögreglustjórum í landinu og aðilum sem koma að löggæslu, þar sem breytingar á löggæslumálum verða lagðar fram. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga stefnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á að gera breytingar á tilhögun löggæslumála í landinu. Dómsmálaráðherra vill fækka í yfirstjórn lögreglunnar en það er eitt af því sem Haraldur Johannessen, ríkilögreglustóri, hefur sjálfur sagt að þurfi að gera, til að einfalda og stytta boðleiðir. Breytingarnar nú eru tilkomnar vegna stöðunnar í löggæslumálum í landinu en átta af níu lögreglustórum landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Ein af hugmyndum dómsmálaráðherra er að sameina eða samreka Embætti ríkislögreglustjóra og Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er líklegt að starfslok lögreglustjórans á Austurlandi, sem hættir fljótlega fyrir aldurssakir, leiði til breytinga. Dómsmálaráðherra hefur einnig sagt að verkefni, sem stýrð eru af ríkislögreglustóra, og séu landlæg, skulu færð yfir til lögregluembættanna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri,Vísir/VilhelmDusta rykið af 10 ára gamalli skýrslu Meðal þess sem dómsmálaráðherra er með til skoðunar er að dusta rykið af skýrslu þáverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, frá 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex sem í dag eru níu, auk ríkislögreglustóraembættisins. Embættið hefur fjölmörgum skyldum að gegna en hlutverk þess er einkum ráðgjöf við ráðuneyti, samhæfing löggæslu, stoðþjónusta við lögregluembætti og sérstök löggæslu verkefni á landsvísu. Þó ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra er hann ekki yfirmaður lögreglustjóra og fer ekki með almennt boðvald gagnvart þeim. Hjá ríkislögreglustóranum eru reknar nokkrar deildir, eins og rannsóknardeild, greiningardeild, alþjóðadeild, almannavarnadeild, mennta- og starfsþróunarsetur, kennslanefnd, bílamiðstöð, sem ákveðið hefur verið að leggja niður og síðast en ekki síst sérsveit. Í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2009 er lagt til að ríkislögreglustjóri verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun innan lögreglunnar sem sinni auk þess sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála sem eðli máls samkvæmt falla ekki undir hefðbundna löggæslu. Dómsmálaráðherra hyggst í þessari viku funda með ríkislögreglustóra, öllum lögreglustjórum í landinu og aðilum sem koma að löggæslu, þar sem breytingar á löggæslumálum verða lagðar fram.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00