Grunur liggur fyrir að gas árás hafi átt sér stað í neðanjarðar lest í Lundúnum. Notast hafi verið við CS táragas í morgun kl. 9:13 í lest í miðbæ Lundúna.
Breska samgöngulögreglan segir að fjöldi fólks hafi hlotið aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum á staðnum vegna hósta og öndunarörðuleika. Ekki er talin meiri ógn við heilsu þeirra sem urðu fyrir gasinu.
Samgöngulögreglan hefur kallað eftir að vitni hafi samband og birt mynd úr öryggismyndavélum af tveimur einstaklingum sem ræða þarf við.
Talskona Transport for London sagði að lestin haf verið tekin úr umferð og sé nú í einangrun.
CS gas, eða táragas, getur valdið brunatilfinningu í kring um augu og öndunarörðuleikum.
Möguleg gasárás í neðanjarðarlest í Lundúnum
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
