Landeigandi á Kjalarnesi hefur ekkert heyrt frá Vegagerðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45