Landeigandi á Kjalarnesi hefur ekkert heyrt frá Vegagerðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45