„Vigdís Finnbogadóttir“ skoraði í dönsku úrvalsdeildinni í gær og hér er markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 11:00 Ulrik Yttergård Jensen öðru nafni "Vigdís Finnbogadóttir“ fagnar marki sínu. Getty/Jan Christensen Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira