Stöðva markaðssetningu á ólöglegum sæfivörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 09:53 Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum. Neytendur Umhverfismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira