Innlent

Á­kvörðun um á­fram­haldandi varð­hald tekin í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristján Gunnar kemur í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem hann var leiddur fyrir dómara.
Kristján Gunnar kemur í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem hann var leiddur fyrir dómara. vísir

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að gróf kynferðisbrot gegn þremur konum og að hafa svipt þær frelsi sínu.

Kristján Gunnar var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á jóladag. Það varðhald rann út í gær og var hann leiddur fyrir dómara klukkan eitt eftir hádegi þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur.

Tók dómari sér frest til hádegis til þess að kveða upp sinn úrskurð. Kristján Gunnar er þó enn í haldi lögreglu þar sem hann var látinn laus og handtekinn aftur á grundvelli fyrirmæla frá ríkissaksóknara frá árinu 2018.

Fréttastofa greindi frá því í gær að fleiri konur íhugi að kæra Kristján. Sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að það myndi ekki koma lögreglu á óvart ef það bærust fleiri kærur.


Tengdar fréttir

Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins

"Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild.

Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara

Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu.

Reyndi að koma í veg fyrir mynda­töku fyrir utan dóm­salinn

Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×