Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 16:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það skipta öllu máli fyrir sitt lið að búa að góðum stuðningi í komandi undankeppni HM eigi liðið að ná markmiðum sínum. Stuðningsmenn Ísland geti hjálpað liðinu gríðarlega. Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira