Innlent

Birta lista umsækjenda eftir áramót

Sylvía Hall skrifar
Umsóknarfrestur rann út á miðnætti.
Umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Vísir/Vilhelm

Listi yfir umsækjendur um embætti ríkissáttasemjara verður ekki birtur fyrr en eftir áramót þar sem ekki gefst tími til þess fyrr. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti.

Þetta staðfestir Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, í samtali við RÚV. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 5. desember en Bryndís Hlöðversdóttir sagði starfi sínu lausu og verður ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins frá og með 1. janúar næstkomandi.

Bryndís gegndi embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2015 en áður var hún starfsmannastjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss og rektor við Háskólann á Bifröst. Þá gegndi Bryndís þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið og Samfylkinguna á árunum 1995 til 2005. Bryndís, sem er lögfræðingur að mennt, hefur einnig starfað sem slíkur hjá Alþýðusambandi Íslands. 


Tengdar fréttir

Ríkissáttasemjari verður ráðuneytisstjóri

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, verður ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins frá með 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur Arnljótsdóttir, núverandi ráðuneytisstjóri, mun færa sig um set og taka við nýju embætti hjá utanríkisþjónustunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×