Erlent

Fyrr­verandi tengda­sonur Noregs­konungs látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í Stokkhólmi árið 2015.
Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í Stokkhólmi árið 2015. getty

Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. Fjölskylda hans greindi frá því í kvöld að hann hafi svipt sig lífi.

“Það er með mikilli sorg í hjarta að við, nánustu aðstandendur Ari Behn, verðum að greina frá því í dag að hann hefur svipt sig lífi,” segir talsmaður fjölskyldunnar.

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa lýst yfir mikilli sorg vegna þeirra frétta að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn.

Ari Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002, en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur.

Behn naut mikilla vinsælda sem rithöfundur en hann sló í gegn með smásagnasafninu Trist som faen árið 1999. Seldist safnið í um 100 þúsund eintökum. Hann gaf einnig úr þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.

Nánari upplýsingar hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×