Innlent

„Draumafæri“ í Bláfjöllum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Rekstrarstjóri Bláfjalla hvetur fólk til að mæta snemma.
Rekstrarstjóri Bláfjalla hvetur fólk til að mæta snemma. Vísir/Getty

Skíðagarpar geta farið í brekkurnar víðs vegar um landið í dag. Opið verður í Bláfjöllum frá klukkan ellefu til fjögur og opnað verður í Hlíðarfjalli á Akureyri klukkan tólf. Þá er skíðasvæðið á Siglufirði einnig opið.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, hvetur fólk til mæta snemma þar sem búist er við að það bæti í vind eftir því sem líður á daginn. Hann gerir ráð fyrir að það verði fjölmennt á svæðinu í dag.

„Þetta hafa alltaf verið stórir dagar. Við höfum oft talað um að þetta séu fyrri páskarnir á árinu,“ segir Einar.

Hann segir færið mjög gott.

„Færið núna er draumur í dós. Það er harðpakkaður snjór og svo fengum við fimmtán til tuttugu sentimetra púður ofan á það. Það er búið að troða þannig að þetta er bara draumafæri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×