Innlent

Á­fram leitað að Rima Grun­skyté

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Leit stendur yfir í dag að Rima sem hvarf á föstudagskvöld.
Leit stendur yfir í dag að Rima sem hvarf á föstudagskvöld. aðsend

Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag. Fjörur verða gengnar en leitarsvæðið nær með fram strandlengjunni frá Þorlákshöfn í vestri að Skaftárósum í austri. 

Rimu Grunskyté Feliksasdóttur hefur verið saknað síðan klukkan sjö á föstudagskvöld en hún er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Björgunarsveitin Víkverji hefur leitað að henni síðustu þrjá sólarhringa. Orri Örvarsson formaður sveitarinnar segir að leitaraðstæður hafi verið góðar síðasta sólarhring en þær hafi hins vegar engu skilað.

„Við erum búin að leita á okkar helstu svæðum," sagði Orri. „Hvernig verður áframhaldið? Við ætlum að ganga fjörur í einhvern tíma. Við erum að fara út úr húsi núna,“ bætti hann við. Hann sagði að staðan veðri metin á ný þegar líður á daginn.

„Skilyrði til leitar í gær voru mjög góð en spáin er slæm fyrir daginn eða  rok og rigning.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×