Innlent

Óska eftir upplýsingum um ferðir Rima

Andri Eysteinsson skrifar
Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi.

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því að fólk sem hafi upplýsingar um ferðir Rima Grunskyte Feliksasdóttur, setji sig í samband við Lögreglunna á Suðurlandi.

Ekkert hefur spurst til hennar síðan um kvöldmatarleytið síðasta föstudag. Björgunarsveitir af Suðurlandi og úr Reykjavík hafa undanfarna daga leitað að henni meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum.

Einnig var leitað við Dyrhólaey og aðstoðaði Landhelgisgæslan við leitina með þyrlu. Ákveðið hefur verið að bíða með áframhaldandi leit þar til á fimmtudag, annan í jólum.

Lögreglan óskar eftir því að hafi einhver vitneskju um ferðir Rima Grunskyte Feliksasdóttur hafi sá hinn sami samband við lögregluna í tölvupósti eða í einkaskilaboðum á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×