Lektorinn ekki lengur í einangrun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 12:00 Frá aðgerðum lögreglu við heimili Kristjáns Gunnars á Þorláksmessukvöld. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02
Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30