Akureyringar lagstir í híði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 15:30 Það var tómlegt um að lítast í miðbæ Akureyrar í dag. Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins. Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins.
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15