Innlent

Óveðursvakt á Bylgjunni í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk við störf á Keilugranda í Vesturbæ Reykjavíkur í dag.
Björgunarsveitarfólk við störf á Keilugranda í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm

Óveðursvakt verður á Bylgjunni í kvöld í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar með fulltyngi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vaktin hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast kl. 18:30.

Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður stendur vaktina fyrir hlustendur Bylgjunnar fram eftir kvöldi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður segir fréttir af Norðvesturlandi, Tryggvi Páll Tryggvason verður á Akureyri og á fréttastofunni verður hefðbundin fréttavakt.

„Fréttastofan hefur í allan dag sagt fréttir af veðurhamnum víðs vegar um landið á Vísi og í fréttatímum Bylgjunnar á heila tímanum. Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins og ljóst að margir reiða sig á fréttaflutning fréttastofunnar, ekki síst þegar almannavarnaástand ríkir líkt og nú,“ segir Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Hér er hægt að hlusta á Bylgjuna á Vísi.

Við hvetjum hlustendur Bylgjunnar til að senda okkur veðurtengd fréttaskot, myndir og myndbönd á ritstjorn@visir.is.

Fylgst verður með gangi mála í Veðurvaktinni á Vísi í allt kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.