Innlent

Vegir lokaðir víðast hvar á landinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vegir eru lokaðir á nánast öllu landinu.
Vegir eru lokaðir á nánast öllu landinu. vegagerðin

Nánast allir vegir á landinu eru lokaðir og er Íslandskortið hjá Vegagerðinni nánast alrautt. Þjóðvegur eitt er nánast lokaður frá Villingaholti og austur að Gilsá í Möðrudalsöræfum. Mikil hálka er á þjóðvegin eitt á öllu Suðurlandi.

Hvassast er norðvestanlands og víða er snjókoma eða éljagangur en slydda við ströndina fyrir norðan. Vindur nær allt að fimmtíu metrum á sekúndu í kviðum en kviður eru mestar á Siglufjarðarvegi, 44 m/s, á Bröttubrekku, 45 m/s, við Hafursfell, 51 m/s og við Ingólfsfjall þar sem kviður ná allt að 50 m/s.

Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.