Innlent

Vegir lokaðir víðast hvar á landinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vegir eru lokaðir á nánast öllu landinu.
Vegir eru lokaðir á nánast öllu landinu. vegagerðin

Nánast allir vegir á landinu eru lokaðir og er Íslandskortið hjá Vegagerðinni nánast alrautt. Þjóðvegur eitt er nánast lokaður frá Villingaholti og austur að Gilsá í Möðrudalsöræfum. Mikil hálka er á þjóðvegin eitt á öllu Suðurlandi.

Hvassast er norðvestanlands og víða er snjókoma eða éljagangur en slydda við ströndina fyrir norðan. Vindur nær allt að fimmtíu metrum á sekúndu í kviðum en kviður eru mestar á Siglufjarðarvegi, 44 m/s, á Bröttubrekku, 45 m/s, við Hafursfell, 51 m/s og við Ingólfsfjall þar sem kviður ná allt að 50 m/s.

Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×