Innlent

Norður­hlið Fiski­mjöls­verk­smiðjunnar í Vest­manna­eyjum nánast fokin af

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunna.
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunna. Tígull

Fiskimjölsverksmiðjan Ísfélags Vestmannaeyja, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. Nánast öll norðurhlið hússins er fokin af en húsið er stálgrindarhús og klæðningin fokin af talsverðum hluta hússins.

Kvöldið hefur verið annasamt hjá viðbragðsaðilum í Vestmannaeyjum rétt eins og annars staðar á landinu. Mikið hefur verið að gera en talsmaður lögreglunnar í Vestmannaeyjum sagði í samtali við fréttastofu Vísis að allt hafi farið nokkuð vel. Engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.