Innlent

Hafa áhyggjur af mjólkurbændum í Svarfaðardal í rafmagnsleysinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segist hafa mestar áhyggjur af bændum í rafmagnsleysinu.
Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segist hafa mestar áhyggjur af bændum í rafmagnsleysinu. Dalvík/Getty

„Það er rafmagnslaust á Dalvík og í Svarfaðardal en það er rafmagn inn á Árskógsströnd það ég best veit,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Eruði farin að finna fyrir rafmagnsleysinu hvað kulda varðar? Er kalt inni?

„Nei, ég er nú ekki farin að finna fyrir því hérna, að minnsta kosti ekki í þéttbýlinu og mér skilst nú á veitustarfsmönnum að það hafi tekist að halda flestum dælum inni þó að þær detti svona af og til út þegar rafmagnið kemur og fer en ég veit að fráveitukerifð er til dæmis úti eins og er en veitustarfsmenn eru á fullu að reyna að halda öllu gangangi.“

Eru íbúar áhyggjufullir?

„Já, fólk er áhyggjufullt, kannski aðallega gagnvart bændunum hérna fram í Svarfaðardal. Ætli það séu ekki einhverjir tíu róbotar í gangi að mjólka á venjulegum degi en eins og er þá er ekki, að mér vitanlega, nema tvö bú sem hafa sitt eigið varafl þannig að það þarf að handmjólka og það er bara miklu meira en að segja það, þegar menn eru með kannski fimmtíu, sextíu kýr og fáir á heimili. Þannig að ég hef áhyggjur af þessu og við öll hér í Dalvíkurbyggð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×