Lífið

Ellen DeGeneres gaf 300 flugmiða með Icelandair í jólaþætti sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar.
Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar.

Í gærkvöldi gaf Ellen DeGeneres 150 áhorfendum í sérstökum jólaþætti sínum, Ellen’s Greatest Night of Giveaways, flugmiða með Icelandair til Íslands fyrir tvo, gistingu í fimm daga á Icelandair hótelum og ferð í Bláa Lónið.

Stjónvarpsstjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar. Þátturinn var sýndur á besta tíma á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.

Jólaþættirnir, Ellen’s Greatest Night of Giveaways, eru þrír talsins og er líklegt að um 10 milljónir manna horfi á hvern þátt og uppsafnað áhorf nái til 25-30 milljónir manna.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að undirbúningurinn fyrir þetta innlegg í þáttinn hafi verið unnið með Íslandsstofu. 

Birna Ósk Einarsdóttir frá sölu og markaðssviði Icelandair ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.