Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 13:20 Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi á ferðinni á leiðinni norður í landi í nótt. @hjalparsveitskataikopavogi Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira