Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 18:30 Forstjóri Hafró sagði á sínum tíma að farið hafi verið í uppsagnirnar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingarkrafna. Vísir/Hanna Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira