Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 18:30 Forstjóri Hafró sagði á sínum tíma að farið hafi verið í uppsagnirnar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingarkrafna. Vísir/Hanna Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira