Innlent

Fimmtíu manns dvelja enn í fjöldahjálparstöð í Dalvík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um tuttugu stæður eru taldar hafa brotnað í Dalvíkurlínu í óveðrinu.
Um tuttugu stæður eru taldar hafa brotnað í Dalvíkurlínu í óveðrinu. Myndir/Landsnet

Ein fjöldahjálparstöð verður áfram opin af hálfu Rauða kross Íslands í nótt. Það er fjöldahjálparstöðin í grunnskólanum í Dalvík þar sem dvelja um 50 manns, flestir verkamenn sem búa í vinnubúðum við höfnina og vinna við nýbyggingu frystihúss Samherja í bænum.

Í tilkynningu frá RKÍ segir að viðbragðsaðilar séu jafnframt með hvíldaraðstöðu í Glerárkirkju á Akureyri sem sjálfboðaliðar Rauða krossins manna.

„Fjöldahjálparstöðvunum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið lokað, enda rafmagn komið á en þar sem það hefur dottið inn og út eru sjálfboðaliðar tilbúnir að opna með skömmum fyrirvara ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu RKÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.