Innlent

Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin á að vera að fara í loftið aftur, þegar þetta er skrifað.
Flugvélin á að vera að fara í loftið aftur, þegar þetta er skrifað. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair sem verið var að fljúga til Boston var snúið við skömmu eftir flugtak í kvöld. Var það gert vegna bilunar í búnaði sem stýrir þrýstingi í flugvélinni og var ekki hætta á ferðum.

Á Facebook-síðu Flugbloggs segir að þrýstingsfall hafi orðið í farþegarými flugvélarinnar og því hafi henni verið snúið við. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir það ekki rétt. Þrýstingur hafi ekki fallið, hætta hafi ekki verið á ferð og að ekki hafi verið um neyðarlendingu að ræða.

Lítilsháttar bilun hafi komið upp og búið sé að laga hana. Flugvélin á að vera að fara í loftið aftur, þegar þetta er skrifað.

Eins og áður segir kom bilun upp í búnaði sem stýrir þrýstingi í flugvélinni. Hún var þó ekki komin í nægilega hæð svo þörf væri á þessum búnaði. Samkvæmt verklagi og öryggisreglum hafi flugvélinni verið snúið við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.