Innlent

Annar skjálfti við Fagradalsfjall

Sylvía Hall skrifar
Upptök skjálftanna hafa verið í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Upptök skjálftanna hafa verið í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesi. Loftmyndir

Skjálfti að stærðinni 3,6 mældist nú skömmu fyrir klukkan átta, tæplega þrjá kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Annar snarpur skjálfti varð á svæðinu í morgun sem fannst alla leið til Hellu.

Hrina skjálfta hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi, sá fyrsti um klukkan átta í morgun og fylgdu hátt í sjötíu eftirskjálftar. Svo virðist sem skjálftinn klukkan 19:48 hafi verið sá stærsti til þessa en skjálftinn í morgun var 3,5 að stærð.

Sjá einnig: Jarðskjálfti á Reykjanesskaga í morgun fannst á Hellu

Elísabet Pálmadóttir, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að töluvert hefði verið um eftirskjálftavirkni í morgun. Stærsti eftirskjálftinn var 2,5 að stærð og bárust á annan tug tilkynninga frá fólki sem fann fyrir skjálftanum, allt frá höfuðborgarsvæðinu og ein alla leið frá Hellu.

Um er að ræða virkt jarðsvæði og á árinu hafa um 220 skjálftar orðið í fjallinu. Elísabet segir að ekki hafi verið óeðlilega mikil virkni á svæðinu miðað við það.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að skjálftinn var yfirfarinn. 


Tengdar fréttir

Skjálfti að stærð 3,5 mældist við Fagradalsfjall

Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.