Innlent

Bein útsending: Hart tekist á um flugvallarmálið í borgarstjórn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vigdís Hauksdóttir er afar gagnrýninn á meðferð flugvallarmálsins og þá sérstaklega aðkomu borgarstjóra.
Vigdís Hauksdóttir er afar gagnrýninn á meðferð flugvallarmálsins og þá sérstaklega aðkomu borgarstjóra.

Samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni er á meðal umræðuefna á fundi borgarstjórnar sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14.

Nokkur hiti er í umræðunum og hefur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, haft á orði að ótrúlegt sé hvernig borgarstjóri nái að koma sér inn í allar nefndir um málið undanfarin ár, þrátt fyrir að hafa afar sterkar skoðanir á málinu - eins og Vigdís kemst að orði.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir leynifundi sem hún telur borgarstjóra eiga með ráðherrum vegna málsins.

Fleiri áhugaverð mál eru á dagskrá. Þeirra á meðal tillaga um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa, tillaga um að bæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi á stofnbrautum og tillaga um menningarkort fyrir öryrkja.

Beina útsending má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×