Fótbolti

Fjögurra leikja bann fyrir að sparka í andstæðinginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nubel fékk beint rautt spjald fyrir brotið
Nubel fékk beint rautt spjald fyrir brotið vísir/getty

Markmaður Schalke í þýsku Bundesligunni í fótbolta hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir ljótt brot í leik um helgina.

Alexander Nubel fór út úr vítateig sínum á 66. mínútu leiks Schalke og Eintracht Frankfurt á sunnudaginn og braut illa á Mijat Gacinovic er hann sparkaði í bringuna á honum.

Hinn 23 ára Nubel var rekinn af velli með beint rautt spjald. Gacinovic þurfti að fara af velli eftir sparkið, en meiðsli hans voru ekki alvarlegri en svo að nokkur rifbein mörðust.

Nubel hefur beðið Gacinovic afsökunnar og tók Frankfurt-maðurinn vel í hana.

Refsing Nubel þykir nokkuð væg, miðað við hvað menn áttu von á, en lengsta bann sem hefur verið gefið vegna brots í leik í efstu deild Þýskalandi eru 10 vikur. Það fékk markmaðurinn Uli Stein fyrir að kýla Jurgen Wegmann í leik Hamburg og Bayern München árið 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×