Pawel varpaði fram diffurjöfnu áður en tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 22:42 Pawel og diffurjafnan á borgarstjórnarfundi í dag. Vísir Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04
Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent