Íslenski boltinn

Haukur í fjögurra leikja bann fyrir að kasta skó í dómara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur í leik með Fram.
Haukur í leik með Fram. vísir/stefán

Haukur Baldvinsson hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir að kasta skó í dómara í leik Augnabliks og Hvíta riddarans á Íslandsmótinu innanhúss.

Í frétt Fótbolta.net um málið kemur fram að Haukur hafi brugðist illa við þegar hann fékk ekki aukaspyrnu á 17. mínútu í leiknum sem fór fram í Kórnum 7. desember.

Haukur fór úr skónum og kastaði honum í aðstoðardómarann Ólaf Inga Guðmundsson sem sat við tölvu á hliðarlínunni. Skórinn fór í tölvuskjáinn og Ólafi varð því ekki meint af.

Haukur fékk hins vegar rauða spjaldið og fjögurra leikja bann í kaupbæti.

Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.

Haukur varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki og bikarmeistari með Fram. Hann hefur einnig leikið með Víkingi R., Keflavík og Augnabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×