RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:10 Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag en Magnús Geir Þórðarson, sem var útvarpsstjóri frá 2014, verður Þjóðleikhússtjóri. vísir/vilhelm Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42