Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 10:04 Tamra McBeath-Riley og hundur hennar, sem var með í för. Mynd/Lögreglan á Norðursvæði Ástralíu. Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram. Ástralía Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram.
Ástralía Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira