Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:34 Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun. Vísir/vilhelm Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31