Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 14:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira